27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

GEGT1337 Mótinu lokið - Ninjas sigra!

Jæja þá er GEGT1337 mótinu lokið og ástæða fárra frétta og slíkt er hvað mótið var keyrt í gegn hratt enda þurfti það að klárast fyrir helgi útaf verðlaunum um frítt inná Gamer.

Þannig fór að ninjas vann mótið eftir að hafa unnið 5YNERGY, noVa, celph, Hyper og svo aftur celph í grand finals, en ninjas þurfti að vinna 1 map og celph 2 í Finals útaf þeir komu úr WB, celph byrjaði betur og sigraði train 16-10.

Næst var spilað de_dust2 þar sem ninjas með INSTANT fremstan meðal jafningja tóku hálfleikinn 11-4, celph spítti í lófana og jafnaði leikinn og því þurfti að grípa til framlengingar, þar byrjaði celph betur og vann fyrsta roundið flawless, en eftir það tóku ninjas öll völd og kláruðu leikinn og unnu 19-16 og óskum við þeim til hamingju!

Svolítið varð um forfeits í lok keppninar vegna þess hve mikið var keyrt og meðal annars duttu KOKOK og sharpW út á því að vera ekki með lið klárt á réttum tíma.

En lokastaðan í mótinu er sem eftirfarandi.

  1. Ninjas
  2. celph
  3. Hyper
  4. TVAL 5/6. Heift og KOKOK 7/8. Nova og MM 9/12. shocKwave, 5YNERGY, Hogwarts og sharpWires 13/16. Overdoze, bb, losninjas og beatjunkie

GEGT1337 þakkar fyrir gott mót og vonandi að þau verði fleiri og jafn skemmtileg og þetta, gaulzi á allt hrós skilið fyrir þetta frábæra mót sem er svo frábært á allavegu.

Þangað til næst Jóhann 'shiNe'


mxaxis

24.06.2010 - 13:02

Good games og frábært mót í alla staði!