27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Skráning hafin í GEGT1337 online #1 - 2011!

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í GEGT1337:* online #1 - 2011.

Skráning Skráning liða verður opin í eina viku (til 26. maí 2011) og engin takmörk eru fyrir fjölda liða. Eftir að skráningu lýkur er enginn möguleiki á að koma liði inn í keppnina.

Skráning keppenda verður opin út allt mótið, en reglur munu gilda um leikmannaskipti.

ATH! Nauðsynlegt er að hver einasti keppandi skrái sig og sitt Steam ID á síðunni til að vera löglegur í mótinu.

Keppnisfyrirkomulag Keppnisfyrirkomulag verður þannig að skráðum liðum verður raðað eftir styrkleika og dregið í fjóra riðla út frá því. Að riðlum loknum verður svo 8 eða 16 liða BO3 single elimination.

Dagsetningar á leikjum verða ákveðnar þegar skráningu lýkur og verða í samræmi við liðafjölda.

Reglur Reglur er hægt að skoða hér: http://1337.is/index.php?p=rules

Verðlaun

  1. verðlaun: ventrilo server í 6 mánuði
  2. verðlaun: ventrilo server í 3 mánuði
  3. verðlaun: ventrilo server í 1 mánuð

Spurningar Ef þið hafið einhverjar spurningar, komið þá við á #gegt rásinni á IRCnet og spyrjið.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!