27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

GEGT1337 kynna stolltir CS:S og SC2 mót!

Við höfum ákveðið að efna til móts í Counter-Strike: Source og StarCraft II!

Counter-Strike: Source Skráning er opin fyrir 16 lið til fimmtudagsins 2. júní. Eftir skráningu verður liðum raðað eftir styrkleika upp í 4 riðla. Eftir riðla verður 8 liða útsláttarkeppni. Nánara fyrirkomulag verður gefið út síðar.

StarCraft II, 1v1 Skráning er opin fyrir 32 leikmenn til sunnudagsins 5. júní. Eftir skráningu verður leikmönnum raðað upp í 4 riðla, handahófsraðað eftir stöðu á íslenska laddernum

Eftir að skráningu lýkur er enginn möguleiki á að koma inn liði í keppnina. Nánara fyrirkomulag verður gefið út síðar.

!!! Athugið að hér þarf að skrá 1v1 leikmann sem lið !!!

StarCraft II, 2v2

Skráning er opin fyrir 16 lið til sunnudagsins 5. júní. Eftir skráningu verður liðum raðað upp í 4 riðla, handahófsraðað eftir styrkleikakosningu sem fer fram hér.

Eftir að skráningu lýkur er enginn möguleiki á að koma inn liði í keppnina.


Því miður eru ekki komnar nánari reglur fyrir CS:S og SC2 en þær munu vonandi koma sem fyrst!


Hér eru nokkrar leiðbeiningar fyrir þá sem vilja búa til/joina lið:

  1. Fyrst þarf að skrá sig inn á síðuna. Til þess þarf að ýta á "REGISTER" takkann sem er undir innskráningarreitunum. Eftir það þarf að opna vefpóst og sækja virkjunarlykil og skrá hann inn.

  2. Þegar notandi er skráður inn á vefinn þarf hann að smella á "breyta upplýsingum" hnappinn sem er uppi í hægra horninu og bæta við þeim leik sem hann vill spila. Eftir að það er gert þarf að skrá inn það auðkennisnúmer sem tilheyrir þeim leik (CS:S = X:Y:ZZZZZZ, SC2 = NICK.ID).

  3. Hér eru allar keppnir þáttur í mótum. Til að skrá sig í keppni þarf fyrst að smella á "MÓT" hnappinn, finna mótið sem á við og smella á "taka þátt". Eftir að það er gert þarf að fara inn í mótið, smella á keppnina sem við á, og búa til lið í keppninni.

!!!! ATH !!!! Eins fáránlega og það hljómar þá ÞARF að skrá 1v1 leikmann SEM LIÐ.

Verðlaun

Því miður höfum við enga styrktaraðila í dag þannig verðlaun verða ekki í ríkari kantinum. Fyrir öll þessi mót verða þó sömu verðlaun og í CS 1.6:

1. sæti: Ventrilo server, 6 mánuðir 2. sæti: Ventrilo server, 3 mánuðir 3. sæti: Ventrilo server, 1 mánuðir

Ef leikmenn vilja frekar IRC BNC frekar en Ventrilo server er hægt að biðja sérstaklega um það.


Hafið samband við okkur á IRC @IRCnet: #gegt SC2: GEGT1337


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!