27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

3. umferð og upphitun fyrir 4. umferð

Ég ætla að taka svona helsta það sem hefur gerst síðan shiNe skrifaði síðast.

  1. umferð - A Riðill

Frekar óvæntur sigur TVAL á add í train, mætti segja að TVAL snéri blaðinu alveg við í seinni og unnu verðskuldaðan sigur 16-14.

Annar frekar óvæntur sigur hjá Mean Machine á HEIFT en þar unnu MM frekar stórt, eða 16-4. Flottur sigur MM manna sem eru að stimpla sig vel inn í mótið.

Royal gáfu leikinn á móti Celph sem eru 2 gefins stig handa Celph og eru með því efstir í riðlinum.

  1. umferð - B Riðill

Sharpwires mættu greinilega vel stemmdir á móti mtfw þar sem þeir unnu örugglega 16-4.

Annar góður sigur hjá Nova mönnum, þar sem þeir tóku á móti beatjunkie, en sá leikur fór 16-6 Nova í vil.

New World Order hafa komið til baka eftir tapið á móti Sharpwires, en þeir unnu 5YNERGY 16-9, flottur sigur NWO manna.

  1. umferð - C Riðill

LOSNINJAS - Hogwarts: Örugglega jafnasti leikur umferðarinnar, en Hogwarts tóku þetta á reynslunni og unnu 16-13.

Frekar fyrirsjáanlegur sigur KOKOK manna á Overdoze, en sá leikur fór 16-4.

Þar sem dont be so cool gátu ekki spilað á fimmtudaginn, vildu hu$oskinkz fá leikinn forfeit-aðann, en eitthvað er að dragast í þessum málum þannig úrslitin hafa ekki enn litið dagsins ljós.

  1. umferð - D Riðill

Tapið hjá cruelconclusion á móti bb hefur greinilega sett strik í reikninginn þar sem þeir hafa sagt sig úr mótinu. 16-0 ninjas í vil.

Þar sem Illa Graðir Nördar létu ekkert heyra í sér og eru 4 skráðir, þá tóku Hyper öll stigin í þeim leik, 16-0.

Eftir sigurinn á móti cc, þá sýndu bb að þeir eru engnir "pushovers" í þessu móti, en það dugði ekki til á móti shocKwave, þar sem "raflostið" unnu 16-13.

Nú fer 4. umferð að detta í gang, og nokkrir athyglisverðir leikir eru á ferð, sem fara fram í nuke.

TVAL - Celph

Þarna á ferð getur verið merkilegur leikur á ferð. TVAL hafa sýnt sig grimmt í síðustu leikjum, og Celph hefur átt 1. sætið þar til þessa. Mun Celph missa 1. sætið eða gulltryggja sér riðilinn? Fylgist með á morgun.

Leikmenn til að fylgjast með;

Celph|detinate Celph|fearless [TVAL]Trasgress

HEIFT - add

Ef HEIFT taka sig á og koma vel undirbúnir í þennan leik, geta þeir átt möguleika á að stela senunni af add og átt möguleika á að komast upp úr A riðli. En add geta líka mætt kolbrjálaðir í leik og þyrstir í sigur eftir tap á móti TVAL úr síðustu umferð.

Leikmenn til að fylgjast með;

heiftBlooM add/septor add/dzy

Hyper - ninjas

Einn af mest spennandi leikjum kvöldsins, en bæði lið svipað sterk og hálfgerður úrslitaleikur til að komast ofar í riðlinum. Mæli með að taka fram poppið og kókið, þess virði fyrir þennan leik.

Leikmenn til að fylgjast með;

Hyper edderk Hyper afrob ninjas fantur ninjas neutron

En eins og shiNe orðaði það síðast, endilega fylgjast með öllum leikjum og þetta er bara brot af því besta. Margir leikir hafa komið á óvart úr fyrri umferðum, og ekki sé minnst á dramað sem fylgir hverju og einu.

Þangað til næst. Óskar 'mxaxis'


shine

06.06.2010 - 12:20

Vel skrifuð frétt !

Hefði viljað sjá Hogwarts - Overdoze sem spennandi leik þar sem ég skrifaði þetta ekki og hefði örugglega ekki gert það útaf ég vildi ekki skrifa um mitt lið en hann ætti að vera nokkuð góður þar sem bæði lið eru með 2-0-1 og geta tryggt sig í brackets með sigri.

En flott skrif og fínt að fá einhvern með sér í þetta