27.02.16 - Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar á reglum varðandi CS:GO: smellið hér

Breytingar á keppnisþjónum Tuddans

Nú höfum við skipt keppnisþjónum upp í 10 keppnisþjóna (e. Match Server) og 2 æfingarþjóna (e. Scrim Server). Þið finnið þá í listanum neðst hér á forsíðunni. Til þess að spila í keppnum á vegum Tuddans þurfið þið að nota keppnisþjónana og þið munuð ekki hafa aðgang að rcon á þeim. Þið getið notað þessa tvo æfingarþjóna fyrir æfingarleiki og getið stjórnað þeim með rcon. Það er EKKI hægt að nota æfingarþjóna fyrir leiki í Tuddanum, eBot mun ekki fara í gang á þeim. Þið ræsið enn eBot með sömu skipunum og áður.

Að auki þurfið þið að ganga úr skugga um að SteamID-in ykkar séu rétt skráð hér á 1337.is, því bæði keppnisþjónar og æfingarþjónar athuga nú hvort Steam ID spilara sem tengjast séu tengd við annað hvort liðið í þeim leik sem á að vera í gangi á viðkomandi keppnisþjóni. Það verður svo líka þannig að spilarar sem hafa ekki greitt þátttökugjald munu hvorki fá aðgang að keppnisþjónum né æfingarþjónum Tuddans.


Engar skoðanir. Vertu fyrst/ur til að tjá þína skoðun!